Fer­afÚlagi­ Tr÷lli

MS Caledonian Sky Þriðjudaginn 12.júní kom í fyrsta skipti skemmtiferðaskip til Ólafsfjarðar, að við vitum best. Um var að ræða Caledonian Sky með 97

MS Caledonian Sky

Caledonian Sky vi­ ankeri Ý Ëlafsfir­i
Caledonian Sky vi­ ankeri Ý Ëlafsfir­i
Þriðjudaginn 12.júní kom í fyrsta skipti skemmtiferðaskip til Ólafsfjarðar, að við vitum best. Um var að ræða Caledonian Sky með 97 farþega um borð. Skipið lá við ankeri fyrir utan höfnina og í land komu 81 farþegi ásamt 5 fararstjórum. Ferðafélagið Trölli tók á móti hópnum og var þeim innan handar í þá tæpu 3 klukkutíma sem þau stoppuðu hér hjá okkur.

Ferðamennirnir skoðuðu bæinn ýmist á eigin vegum eða undir leiðsögn. Sumir fóru í fuglaskoðun, einhverjir fóru á Náttúrugripasafnið, flestir skoðuðu kirkjuna okkar og aðrir gengu um bæinn og nágrenni. Fólkið lét vel af heimsókninni og fannst mjög spennandi að fræðast um sögu okkar hér í firðinum og eru líkur á að skipið komi aftur hingað í ágúst.Mynd augnabliksins

Tenglar

┴heit ß flekann

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf