Fer­afÚlagi­ Tr÷lli

Hugmyndin af Ferðafélaginu Trölla hér á Ólafsfirði var nokkuð sem fæddist sumarið 2004. Við félagarnir, Tómas Einarsson og Kristján Hauksson, fengum

Um fÚlagi­

Hugmyndin af Ferðafélaginu Trölla hér á Ólafsfirði var nokkuð sem fæddist sumarið 2004. Við félagarnir, Tómas Einarsson og Kristján Hauksson, fengum mikinn áhuga á fjallgöngu og hugmyndarflugið tók völdin. Hér á Ólafsfirði er auðvitað fyrir fjöldi fólks sem vill virkja ferðamennskuna en ef til vill hefur vantað eitthvað til að koma hlutunum í verk. Hér með þessari heimasíðu erum við að reyna að stíga skref í átt að því að markaðssetja Ólafsfjörð sem frábært útivistarsvæði hvort sem er um vetur eða sumar.
Við ætlum ekki að reyna setja okkur sem einhverja frumkvöðla í gönguleiðum hér við fjörðinn eða þykjast vera fyrstu menn til að stuðla að útivist. Mikið af efni er til um gönguleiðir hér í grendinni og t.d. er gagnvirkt gönguleiðakort á vef Ólafsfjarðarbæjar. Nokkrar þekktar póstleiðir er búið að merkja auk þess sem menn hafa gengið hér um fjörðinn svo áratugum skiptir. Stuðlað er að útivist hér í bæ allt árið um kring, skíði, vélsleðar, golf, knattspyrna o.fl. o.fl. Hér munum við hinsvegar fjalla um ferðir okkar og ýmsa atburði tengda útivist sem fara fram hér á Ólafsfirði, auk þess sem hugsanlega verður sett upp hér á síðuna einhver dagskrá fyrir næsta sumar og gefst þá lesendum möguleiki að koma með í eitthvað labb.
Ýmsar hugmyndir hafa einnig skotist upp í kollinn á okkur en við förum varlega í að opinbera þær strax, en ef það verður gert þá fer það ekki framhjá lesendum síðunnar ef einhverjir verða.
Efnið sem nú er komið á síðuna er frá síðastliðnu sumri og gefur e.t.v. einhverja hugmynd um það sem koma skal.

Mynd augnabliksins

Tenglar

┴heit ß flekann

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf